Enski boltinn

Leikur Boromir Gazza í nýrri mynd?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gazza hefur marga fjöruna sopið.
Gazza hefur marga fjöruna sopið. vísir/getty
Kvikmynd um ævi Pauls Gascoigne er á teikniborðinu samkvæmt frétt Daily Mail.

Kvikmyndin, sem gæti borið nafnið „Gazza - British Raging Bull“, mun fjalla um stormasama ævi Gascoigne sem spilaði m.a. með Newcastle, Tottenham, Lazio, Rangers og enska landsliðinu á fótboltaferlinum.

Gascoigne hefur þó ekki alltaf verið í fréttum vegna afreka innan vallar, en barátta hans við Bakkus er vel þekkt. Henni verður gerð skil í myndinni, líkt og fótboltaferlinum.

Talið er að Gascoigne vilji sjá enska leikarinn Sean Bean leika sig, en hinn 55 ára gamli Bean gæti þó verið of gamall í hlutverkið. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika illmennið í James Bond-myndinni GoldenEye og Boromir í Hringadróttinssögu.

Aðrir leikarar sem þykja líklegir til að leika Gascoigne eru Danny Dyer og Jack O'Connell.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×