Enski boltinn

Middlesbrough komið á toppinn í Championship-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrick Bamford skoraði og fiskaði víti í dag.
Patrick Bamford skoraði og fiskaði víti í dag. vísir/getty
Middlesbrough bar sigurorð af Derby County með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni í fótbolta.

Með sigrinum fór Boro upp úr fjórða sætinu og í það fyrsta, upp fyrir Derby sem er nú í öðru sæti.

Patrick Bamford kom Boro yfir strax á 6. mínútu og þannig var staðan allt fram á 63. mínútu.

Þá braut Ryan Shotton, miðvörður Derby, á Bamford innan vítateigs. Vítaspyrna var dæmd og Shotton fékk að líta rauða spjaldið. Grant Leadbitter skoraði af öryggi úr spyrnunni en þetta var 9. deildarmark hans á tímabilinu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Boro fagnaði mikilvægum sigri í toppbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×