Enski boltinn

Wenger: Höfðum góða stjórn á leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger gefur bendingar á hliðarlínunni í dag.
Wenger gefur bendingar á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með öruggan sigur sinna manna á Newcastle í dag.

„Það var kraftur í okkar leik, eins og við vildum hafa,“ sagði Wenger eftir leikinn.

„Það var mikilvægt að skora snemma því við vissum að Newcastle hefur oft byrjað rólega en verið mjög sterkt í seinni hálfleik. Áhorfendur studdu vel við bakið á okkur og heilt yfir fannst mér við hafa góða stjórn á leiknum.“

Wenger var einnig sáttur með frammistöðu franska framherjans Olivers Giorud sem skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag.

„Giroud er að koma til baka eftir meiðsli og er kannski ekki enn orðinn 100% heill, en hann getur samt skorað mörk og tekur mikið til sín.“

Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur Arsenal er gegn Liverpool á Anfield Road 21. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×