Enski boltinn

Mourinho er ekki farinn að spá í fernuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir mönnum sem farnir eru að spá því að liðið vinni fjóra titla á tímabilinu að slaka á.

Lundúnaliðið er á lífi í öllum keppnum eftir 3-1 sigur gegn B-deildarliðinu Derby í deildabikarnum í gærkvöldi og eftir leikinn sagði Cesc Fábregas allt nema liðið myndi vinna fjóra stóra titla.

„Við erum með nógu sterkan hóp til að vinna allt. Við höfum gæðin, agann og erum nógu hugrakkir til að standa okkur vel. Tíminn mun leiða í ljós hvernig okkur gengur,“ sagði Fábregas.

Mourinho var ekki alveg á sama máli og spænski miðjumaðurinn þegar hann var spurður út í mögulega fernu eftir leikinn.

„Við tölum ekkert um þetta. Þið fjölmiðlarnir töluðuð um það fyrir nokkrum vikum að við myndum ekki tapa leik sem gerðist ekki. Nú talið þið um fernuna. Við erum sjálfir með fæturnar á jörðinni,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir

Mourinho: Þetta er karakter að mínu skapi

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður eftir 3-1 sigur á Derby í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Derby, Pride Park.

Chelsea í undanúrslit en Southampton er úr leik

Chelsea, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, og C-deildarliðið Sheffield United tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Chelsea sló út Derby en Sheffield United sendi úrvalsdeildarlið Southampton út úr keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×