Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Heimir Már Pétusson skrifar 17. desember 2014 19:39 Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira