Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Heimir Már Pétusson skrifar 17. desember 2014 19:39 Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“ Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira