Erlent

Rússar vilja fyrirframgreiðslu frá Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Í bréfi sem birt var í dag segir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að Rússar muni ekki færa Úkraínu gas án þess að fá fyrirframgreiðslu. Einnig segir að Úkraína skuldi ríkisfyrirtækinu Gazprom 3,5 milljarða dala þrátt fyrir að landið hafi fengið 3,2 milljarða neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum.

Pútín segir samningafundi á milli Rússa, Úkraínu og ESB ekki hafa skilað niðurstöðu í málinu. Hann segir það að fara fram á fyrirframgreiðslur vera leyfilegt samkvæmt samningi ríkjanna.

Hann segir einnig í bréfinu að stjórnvöld í Rússlandi séu tilbúin til viðræðna við ríki Evrópu um hvernig eigi að draga úr ójafnvægi í Úkraínu. „Við vonum einnig að Evrópuráðið muni taka virkari þátt í hvernig finna megi sérstakar og sanngjarnar lausnir sem hjálpi við að koma úkraínskum efnahag í jafnvægi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×