Erlent

Obama vill að allir lögreglumenn beri myndavél við störf sín

Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að um þrjátíu milljörðum íslenskra króna verði varið í að efla þjálfun lögreglumanna, kaupa myndavélar og bæta almenningsálitið í garð lögreglunnar víðsvegar um landið.

Forsetinn lagði þetta til við þingið í gærkvöldi en í síðustu viku voru mótmæli í flestum stærstu borgum landsins vegna atburðanna í Ferguson þar sem lögreglumaður skaut ungling til bana.

Verði fjárveitingin samþykkt verður myndavélum komið fyrir á búningum allra lögreglumanna í landinu sem ætti að auðvelda rannsókn mála þar sem lögreglan er sökuð um ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×