Erlent

Dæmdur fyrir birtingu á nektarmynd af fyrrverandi

Atli Ísleifsson skrifar
Iniguez var dæmdur til eins árs fangelsisvistar, auk þess að sækja námskeið til að ná tökum á ofbeldisfullri hegðun sinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Iniguez var dæmdur til eins árs fangelsisvistar, auk þess að sækja námskeið til að ná tökum á ofbeldisfullri hegðun sinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Bandarískur karlmaður hefur verið dæmdur til fangelsisvistar eftir að hann birti nektarmynd af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook-síðu yfirmanns hennar ásamt niðrandi ummælum.

Í frétt BBC kemur fram að hinn 36 ára Noe Iniguez sé fyrsti maðurinn til að vera dæmdur vegna brots á nýjum lögum sem kennd eru við „klám í hefndarskyni“.

Þrettán ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp sambærileg lög á síðustu tveimur árum. Samkvæmt lögunum er bann lagt til birtingu nektarmynda eða kynferðislegra mynda með það að markmiði að valda tilfinningaraski.

Iniguez birti ljósmyndina í mars ásamt skilaboðum þar sem konan hans fyrrverandi var kölluð „fyllibytta“ og „drusla“, auk þess hann hvatti til þess að hún yrði rekin. Maðurinn birti myndirnar undir fölsku nafni.

Konan hafði áður fengið samþykkt nálgunarbann á hendur manninum í kjölfar sambandsslita þeirra árið 2011, en þau höfðu verið í sambandi í fjögur ár.

Iniguez var dæmdur til eins árs fangelsisvistar, auk þess að sækja námskeið til að ná tökum á ofbeldisfullri hegðun sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×