Erlent

Þýskur maður dæmdur fyrir aðild að IS

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Berisha, sem er 20 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt.
Berisha, sem er 20 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt. Vísir / AFP
Þýskur maður hefur verið dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, IS. Dómstóll í Frankfurt dæmdi manninn fyrir að taka þátt í starfi hryðjuverkasamtakan. BBC greinir frá þessu.

Maðurinn, sem heitir Kreshnik Berisha, slapp við þyngstu mögulegu refsingu, sem er tíu ár. Hann starfaði með IS í sex mánuði í Sýrlandi á síðasta ári. Þýsk stjórnvöld telja hann langt frá því vera eina Þjóðverjann sem gengið hefur til liðs við IS en áætlað er að allt að 500 Þjóðverjar séu liðsmenn.

Berisha, sem er 20 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt í desember síðastliðnum þegar hann snéri aftur frá Sýrlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×