Reyndur sjúkraflugmaður segir glapræði að loka flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2014 18:45 Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson. Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson.
Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37
Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01
Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00