Erlent

Töluverð eyðilegging á Filippseyjum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Fellibylurinn Hagupit gengur nú yfir austurhluta Filippseyja. Hann hefur orðið þess valdandi að tré hafa rifnað með rótum, þök fokið af húsum og rafmagnslínur hafa eyðilagst. Engar tilkynningar hafa borist um mannfall, en fellibylurinn er sagður vægari en gert var ráð fyrir í fyrstu. Vindur hefur þó farið upp í rúma fimmtíu metra á sekúndu. Talin er töluverð hætta á flóðum og aurskriðum og óttast er að flóðbylgjur nái allt að fjögurra metra hæð.

Yfir hálf milljón manna hafa flúið heimili sín og komið sér fyrir í neyðarskýlum vegna komu fellibyljarins. Á svipuðum tíma í fyrra fórust mörg þúsund manns þegar fellibylur gekk yfir eyjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×