Erlent

Útborgun launa drepur um hundrað Svía á ári

Bjarki Ármannsson skrifar
Verslað í Stokkhólmi.
Verslað í Stokkhólmi. Vísir/Getty
Starfsfólk hins opinbera í Svíþjóð er 23 prósent líklegra til að deyja á þeim dögum sem það fær útborgað en á öðrum dögum. Þetta segir í nýrri rannsókn á vegum sænska ríkisins, sem fjallað er um í The Economist.

Um einn fimmti vinnuafls Svíþjóðar starfar hjá ríkinu. Í rannsókninni eru dauðsföll þeirra skoðuð yfir sex ára tímabil og gefa rannsóknirnar til kynna að það að fá útborgað grandi nærri hundrað Svíum árlega.

Rannsóknin skoðaði einnig dagana í kjölfar útborgunar en þar virðist ekki nærri því jafn hátt hlutfall starfsmanna láta lífið. Þessi „auka“ dauðsföll voru nánast öll af völdum hjartaáfalla og annarra hjartatruflana. Þau mældust fyrst og fremst meðal starfsmanna með tiltölulega lág laun.

Höfundar rannsóknarinnar segja hana benda til þess að aukin matar- og skemmtanaútgjöld hafi í för með sér aukna virkni. Hún leiði svo til þessara „auka“ dauðsfalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×