Erlent

„Önugi kötturinn“ hefur skilað eiganda sínum 12 milljörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Önugi kötturinn hlakkar mikið til jólanna.
Önugi kötturinn hlakkar mikið til jólanna. Vísir/AFP
Internetstjarnan „Önugi kötturinn“ eða „Grumpy Cat“ hefur skilað nú skilað jafnvirði 12 milljörðum króna í vasa eiganda síns.

Í viðtali við blaðið Sunday Express segir hin 28 ára gamla Tabatha Bundesen frá Arizona-ríki frá hvernig kötturinn hafi breytt lífi sínu. „Ég gat hætt í vinnunni minni sem gengilbeina innan nokkurra daga eftir að kötturinn fór að birtast á samfélagsmiðlum og síminn hefur ekki stoppað síðan.“

Önugi kötturinn sló fyrst í gegn á YouTube fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan birst í kvikmyndum, bókum og fleiru. Þá hófst nýlega framleiðsla á ískaffi-merkinu „Grumppuccino“.

Að neðan má sjá upphaflega myndbandið af Önuga kettinum.

Önugi köttuinn sótti MVT tónlistarhátíðina í Los Angeles í vor.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×