Erlent

Upplýsingar um auð „Önuga kattarins“ tóm vitleysa

Atli Ísleifsson skrifar
Önugi kötturinn í jólaskapi.
Önugi kötturinn í jólaskapi. Vísir/AFP
Eigandi kattarins Tardar Sauce, betur þekktur sem „Önugi kötturinn“ eða „Grumpy Cat“, segir að fréttir um að kötturinn hafi skilað jafnvirði um 12 milljarða króna í vasa síns séu rangar.

„Önugi kötturinn“ hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og netinu og greindi breska blaðið Sunday Express frá því í gær að hann hafi skilað um 100 milljónum Bandaríkjadala til eigandans í formi tekna vegna auglýsinga, bóka, kvikmynda og fleira.

Sunday Express ræddi við eigandann Tabatha Bundesen, en Bundesen segir nú í samtali við Huffington Post að hún hafi aldrei greint nákvæmlega frá því hvað hún hafi grætt mikið á kettinum. Bundesen íhugar þó að greina frá tekjunum eftir að peningar vegna fyrstu kvikmyndar kattarins hafa skila sér.

Sjá má myndband af kettinum önuga að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×