Innlent

Biðröð út úr dyrum hjá Læknavaktinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Löng biðröð hefur myndast í kvöld.
Löng biðröð hefur myndast í kvöld. Vísir/Sunna Karen
Miklar annir eru á Læknavaktinni í Smáratorgi nú í kvöld. Líkt og sést á meðfylgjandi mynd hefur biðröð myndast langt út úr dyrum en samkvæmt upplýsingum frá móttöku Læknavaktarinnar er áætlaður biðtími þó ekki nema um fjörutíu mínútur.

Læknavaktin er með þjónustusamning við íslenska ríkið og hefur þjónusta þar ekki skerst í verkfallsaðgerðum lækna undanfarnar vikur. Álagið á stöðinni hefur því verið óvenju mikið undanfarið.


Tengdar fréttir

Tveir meltingarlæknar í viðbót segja upp

Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, segist skilja vel að menn sjái sér ekki lengur fært að starfa á spítalanum.

Greiða atkvæði um áframhald verkfalls

Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna Læknafélags Íslands um áframhaldandi verkfallsaðgerðir. Litlar líkur eru taldar á að samið verði fyrir áramót.

Vill ekki verða síðastur frá borði

Kjartan B. Örvar meltingarlæknir á Landspítalanum sagði starfi sínu lausu í gær. Hann segir að sér sé full alvara. Hann ætli ekki að verða síðasti maðurinn til að yfirgefa hið sökkvandi skip. Samningafundi í læknadeilunni lauk nú síðdegis án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×