Engin lausn í sjónmáli í læknadeilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2014 19:18 Aukinn þungi er að færast í læknadeiluna en ríflega tvö hundruð læknanemar lýstu því yfir í dag að þeir ætli ekki að ráða sig til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en búið verður að semja við lækna. Tilboðum frá saminganefnd ríksins hefur verið hafnað af læknum en þau hafa hljóðað upp á hátt í tíu prósent launahækkun. Læknanemar fjölmenntu fyrir utan fjármálaráðuneytið í dag þar sem þeir afhentu Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnhagsráðherra yfirlýsingu sína. „Við munum ekki sækja um stöður kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en samningar nást milli ríkis og lækna. Einnig viljum við gefa þér þessa hlustunarpípu í þeirri vonum að þér muni ganga betur að hlusta á kröfur lækna og hvetjum við þig til að ganga frá samningum sem allra fyrst,” sagði Daði Helgason talsmaður 6. árs læknanema við Háskóla Íslands. „Ég hef áhyggjur af þessari stöðu og hef haft lengi. Það er mikið áhyggjuefni að það stefni í enn frekari verkfallsaðgerðir en það breytir ekkert þeirri staðreynd að það er ekki hægt að semja um hluti sem að valda óstöðugleika annars staðar og velta vandanum bara á undan okkur. Við getum ekki gert það,“ segir Bjarni Benediktsson. Þá segir hann samninganefnd ríksins í stigið ákveðin skref í síðustu viku til að freista þess að ná samningum við lækna. „Það hafa komið tilboð af ríkisins hálfu nýlega sem að því miður reyndust ekki nægjanleg en við skulum sjá hvort að hlutirnir komast á einhverja hreyfingu. Ég er ekkert alltof bjartsýnn en ég ætla samt að halda í vonina,“ segir Bjarni. Á meðan að læknanemar hittu fjármálaráðherra sátu samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins á fundi í Karphúsinu. Fundurinn stóð í rúma klukkustund og lauk án árangurs. „Við vorum áfram að vinna með efnisleg atriði en varðandi launaliði ber mikið á milli enn þá,“ segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur samninganefnd ríksins boðið læknum hátt í 10% launahækkun. Sigurveig vill ekki staðfesta þetta né gefa upp hversu mikla launahækkun þeim hafi verið boðið. Hún segir hana þó hafa verið minni en 10%. Læknar á rannsóknarsviði Landspítalans, aðgerðarsviði, á kvennadeild og á Barnaspítalanum eru í verkfalli þar til á miðnætti annað kvöld svo og á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um allt land. Á morgun verður svo birt niðurstaða úr atkvæðagreiðslu lækna um frekari aðgerðir eftir áramótin. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður á miðvikudaginn. Aðspurð hvort að lausn sé í sjónmáli í deilunni segir Sigurveig „ekki í augnablikinu.” Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Aukinn þungi er að færast í læknadeiluna en ríflega tvö hundruð læknanemar lýstu því yfir í dag að þeir ætli ekki að ráða sig til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en búið verður að semja við lækna. Tilboðum frá saminganefnd ríksins hefur verið hafnað af læknum en þau hafa hljóðað upp á hátt í tíu prósent launahækkun. Læknanemar fjölmenntu fyrir utan fjármálaráðuneytið í dag þar sem þeir afhentu Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnhagsráðherra yfirlýsingu sína. „Við munum ekki sækja um stöður kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en samningar nást milli ríkis og lækna. Einnig viljum við gefa þér þessa hlustunarpípu í þeirri vonum að þér muni ganga betur að hlusta á kröfur lækna og hvetjum við þig til að ganga frá samningum sem allra fyrst,” sagði Daði Helgason talsmaður 6. árs læknanema við Háskóla Íslands. „Ég hef áhyggjur af þessari stöðu og hef haft lengi. Það er mikið áhyggjuefni að það stefni í enn frekari verkfallsaðgerðir en það breytir ekkert þeirri staðreynd að það er ekki hægt að semja um hluti sem að valda óstöðugleika annars staðar og velta vandanum bara á undan okkur. Við getum ekki gert það,“ segir Bjarni Benediktsson. Þá segir hann samninganefnd ríksins í stigið ákveðin skref í síðustu viku til að freista þess að ná samningum við lækna. „Það hafa komið tilboð af ríkisins hálfu nýlega sem að því miður reyndust ekki nægjanleg en við skulum sjá hvort að hlutirnir komast á einhverja hreyfingu. Ég er ekkert alltof bjartsýnn en ég ætla samt að halda í vonina,“ segir Bjarni. Á meðan að læknanemar hittu fjármálaráðherra sátu samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins á fundi í Karphúsinu. Fundurinn stóð í rúma klukkustund og lauk án árangurs. „Við vorum áfram að vinna með efnisleg atriði en varðandi launaliði ber mikið á milli enn þá,“ segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur samninganefnd ríksins boðið læknum hátt í 10% launahækkun. Sigurveig vill ekki staðfesta þetta né gefa upp hversu mikla launahækkun þeim hafi verið boðið. Hún segir hana þó hafa verið minni en 10%. Læknar á rannsóknarsviði Landspítalans, aðgerðarsviði, á kvennadeild og á Barnaspítalanum eru í verkfalli þar til á miðnætti annað kvöld svo og á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um allt land. Á morgun verður svo birt niðurstaða úr atkvæðagreiðslu lækna um frekari aðgerðir eftir áramótin. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður á miðvikudaginn. Aðspurð hvort að lausn sé í sjónmáli í deilunni segir Sigurveig „ekki í augnablikinu.”
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira