Innlent

Hugmynd komin á samningaborðið í læknadeilunni

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir hugmyndina hafa komið fram á stuttum fundi hjá Ríkissáttasemjara í kvöld.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir hugmyndina hafa komið fram á stuttum fundi hjá Ríkissáttasemjara í kvöld. Vísir / Anton
„Það er komin fram hugmynd á samningaborðið, en alls ekkert tilboð. Við hittumst aftur á sunnudag,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, eftir stuttan fund hjá Ríkissáttasemjara í kvöld.

Þorbjörn tekur fram að hugmyndin sem lögð var fram komi ekki í veg fyrir að læknar leggi niður vinnu sína á mánudag og enn miði fremur hægt í kjaraviðræðum. Verkfallsaðgerðir lækna hafa nú staðið yfir í rúman mánuð.

Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, segist vongóður um að viðræðum miði betur áfram eftir fundinn.  „Ég fékk samningsaðilum verkefni að leysa út frá ákveðinni hugmynd og við hittumst klukkan 10 á sunnudagsmorgunn og tökum upp viðræður.“


Tengdar fréttir

Tveir meltingarlæknar í viðbót segja upp

Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, segist skilja vel að menn sjái sér ekki lengur fært að starfa á spítalanum.

Greiða atkvæði um áframhald verkfalls

Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna Læknafélags Íslands um áframhaldandi verkfallsaðgerðir. Litlar líkur eru taldar á að samið verði fyrir áramót.

Vill ekki verða síðastur frá borði

Kjartan B. Örvar meltingarlæknir á Landspítalanum sagði starfi sínu lausu í gær. Hann segir að sér sé full alvara. Hann ætli ekki að verða síðasti maðurinn til að yfirgefa hið sökkvandi skip. Samningafundi í læknadeilunni lauk nú síðdegis án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×