Enski boltinn

Kominn tími til að kveðja, Wenger

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Borðinn sem stuðningsmenn Arsenal mættu með í gær.
Borðinn sem stuðningsmenn Arsenal mættu með í gær. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki uppáhald allra hjá félaginu eins og sjá mátti á borða sem nokkrir stuningsmenn liðsins mættu með til West Bromwich í gær.

Arsenal vann WBA, 1-0, með marki Danny Welbeck, en fyrir leikinn hafði Arsenal ekki unnið í tveimur leikjum í röð í deildinni og þá hefur liðið ekki byrjað verr í úrvalsdeildinni í háa herrans tíð.

„Arsene, takk fyrir minningarnar, en það er kominn tími til að kveðja,“ stóð á stórum borða sem nokkrir stuðningsmenn Arsenal mættu með á leikinn.

Enn og aftur er framtíð Wengers í uppnámi og hefur Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, verið orðaður við starf hans að undanförnu.

Frakkinn skautaði ágætlega framhjá spurningu um óánægju stuðningsmannanna á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Við lifum í samfélagi þar sem allir hafa skoðanir, en við lifum með því sem við gerum á vellinum - ekki því sem við segjum,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×