Enski boltinn

Pellegrini: Agüero reynir ekki að blekkja dómarann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. vísir/getty
„Ég er mjög ánægður. Við unnum gott lið sem var í öðru sæti deildarinnar,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir 3-0 sigurinn á Southampton í dag.

„Við spiluðum mjög vel og það var mikilvægt að halda hreinu aftur. Southampton skapaði bara eitt færi í leiknum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið í okkar liði.“

Snemma leiks fékk Sergio Agüero gult spjald fyrir dýfu þegar hann átti að fá vítaspyrnu.

„Ég sagði dómaranum að hann verður að taka ákvörðun um hvort þetta sé víti eða ekki, en ég var viss um að þetta væri ekki gult spjald. Ég þekki Agüero og hann reynir ekki að blekkja dómarann,“ sagði Pellegrini.

Með sigrinum komst City í annað sætið deildarinnar, upp fyrir Southampton en er samt sem áður fimm stigum á eftir Chelsea sem er í toppsætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×