Enski boltinn

City í annað sætið | Sjáðu mörkin, rauða spjaldið og "dýfuna“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City komst upp fyrir Southampton í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með því að leggja Dýrlingana að velli, 3-0.

Markalaust var í fyrri hálfleik, en þar dró helst til tíðinda að Sergio Agüero fékk gult spjald fyrir dýfu þegar nokkuð augljóslega var brotið á honum innan teigs

Í seinni hálfleik kom Yaya Touré City yfir á 51. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig sem fór í varnarmann og þaðan í netið.

Gestirnir misstu Elaquim Mangala af velli með rautt spjald á 74. mínútu þegar hann braut á Shane Long við vítateiginn, en einum færri bættu meistararnir við marki.

Það gerði Frank Lampard með föstu skoti í bláhornið eftir undirbúning James Milner tíu mínútum fyrir leikslok.

Southampton lagði mikið kapp á að skora og koma sér inn í leikinn á kostnað varnarleiksins. Það skilaði þriðja marki gestanna sem varnarmaðurinn Gaël Clichy skoraði eftir skyndisókn á 88. mínútu. Lokatölur, 3-0.

Manchester City er nú með 27 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea en stigi á undan Southampton.

Sergio Agüero fær gult þegar hann á að fá víti: Yaya Touré kemur Man. City í 1-0: Elaquim Mangala fær annað gult og þar með rautt: Frank Lampard skorar fyrir City 0-2 Gaël Clichy skorar þriðja mark Man. City:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×