Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2014 13:00 Eiður Smári í leik með Bolton gegn Wimbledon árið 1999. Vísir/Getty Eins og áður hefur komið fram hefur Eiður Smári Guðjohnsen æft með Bolton, sínu gamla félagi, síðustu dagana en enn er óvíst hvort honum verði boðinn samningur við félagið. Eiður Smári hefur verið án félags síðan samningur hans við belgíska félagið Club Brugge rann út í vor. Hann er 36 ára gamall og Neil Lennon, stjóri Bolton, segir að Eiður Smári vilji spila til að eiga möguleika á að komast í íslenska landsliðið á ný. Lennon segir í samtali við staðarblaðið Bolton News að til standi að Eiður Smári taki þátt í æfingaleik á næstunni eða jafnvel leik með varaliði félagsins. „Það er ekki mitt að dæma hvernig Eiði líður en hann lítur vel út. Hann hefur æft vel og er í góðu standi. Það er enn bit í honum og hann vill komast aftur í enska boltann,“ sagði Lennon. Eiður Smári var síðast á reynslu hjá Bolton árið 1998. Þá var hann á mála hjá KR og að koma sér aftur af stað eftir alvarleg meiðsli. Hann sló í gegn hjá félaginu og var svo seldur til Chelsea tveimur árum síðar fyrir fjórar milljónir punda. Lennon segir að hann hafi svo ekki hikað við að gefa Eiði Smára tækifæri til að æfa með félaginu þegar beiðnin kom. „Við Phil [Gartside, stjórnarformanni] þurftum ekki að hugsa okkur um þegar við fengum símtalið í síðustu viku. Maður sér á æfingum að hann er gæðaleikmaður en næstu skref ráðast af líkamlegu formi hans.“ „Við höfum séð hann á æfingum og þar lítur hann vel út. Ég vil þó sjá hann á stærra sviði en miðað við það sem ég hef séð hingað til þá tel ég ólíklegt að hann hafi miklar áhyggjur af því.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári farinn að æfa með Bolton Eiður Smári Guðjohnsen er enn í leit að nýju félagi og nú er hann farinn að sprikla með gömlum félögum. 10. nóvember 2014 13:56 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram hefur Eiður Smári Guðjohnsen æft með Bolton, sínu gamla félagi, síðustu dagana en enn er óvíst hvort honum verði boðinn samningur við félagið. Eiður Smári hefur verið án félags síðan samningur hans við belgíska félagið Club Brugge rann út í vor. Hann er 36 ára gamall og Neil Lennon, stjóri Bolton, segir að Eiður Smári vilji spila til að eiga möguleika á að komast í íslenska landsliðið á ný. Lennon segir í samtali við staðarblaðið Bolton News að til standi að Eiður Smári taki þátt í æfingaleik á næstunni eða jafnvel leik með varaliði félagsins. „Það er ekki mitt að dæma hvernig Eiði líður en hann lítur vel út. Hann hefur æft vel og er í góðu standi. Það er enn bit í honum og hann vill komast aftur í enska boltann,“ sagði Lennon. Eiður Smári var síðast á reynslu hjá Bolton árið 1998. Þá var hann á mála hjá KR og að koma sér aftur af stað eftir alvarleg meiðsli. Hann sló í gegn hjá félaginu og var svo seldur til Chelsea tveimur árum síðar fyrir fjórar milljónir punda. Lennon segir að hann hafi svo ekki hikað við að gefa Eiði Smára tækifæri til að æfa með félaginu þegar beiðnin kom. „Við Phil [Gartside, stjórnarformanni] þurftum ekki að hugsa okkur um þegar við fengum símtalið í síðustu viku. Maður sér á æfingum að hann er gæðaleikmaður en næstu skref ráðast af líkamlegu formi hans.“ „Við höfum séð hann á æfingum og þar lítur hann vel út. Ég vil þó sjá hann á stærra sviði en miðað við það sem ég hef séð hingað til þá tel ég ólíklegt að hann hafi miklar áhyggjur af því.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári farinn að æfa með Bolton Eiður Smári Guðjohnsen er enn í leit að nýju félagi og nú er hann farinn að sprikla með gömlum félögum. 10. nóvember 2014 13:56 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Eiður Smári farinn að æfa með Bolton Eiður Smári Guðjohnsen er enn í leit að nýju félagi og nú er hann farinn að sprikla með gömlum félögum. 10. nóvember 2014 13:56