Erlent

PD James er látin

Atli Ísleifsson skrifar
James hét réttu nafni Phyllis Dorothy James og lést á heimili sínu í Oxford.
James hét réttu nafni Phyllis Dorothy James og lést á heimili sínu í Oxford. Vísir/Getty
Breski glæpasagnarithöfundurinn PD James lést í morgun, 94 ára að aldri.

James skrifaði rúmlega tuttugu bækur og var leynilögreglumaðurinn Adam Dalgliesh í aðalhlutverki í fjölda þeirra.

Bækur James seldust í fleiri milljónum eintaka og voru bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir unnir upp úr nokkrum þeirra.

Meðal þekkta skáldsagna James voru The Children of Men, The Murder Room og Death Comes to Pemberley.

James hét réttu nafni Phyllis Dorothy James og lést á heimili sínu í Oxford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×