Innlent

Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ráðherrarnir sitja fyrir svörum í dag.
Ráðherrarnir sitja fyrir svörum í dag. Vísir/Valli
Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. Það eru forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sem boða sameiginlega til fundarins.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður aðgerða ríkisstjórnar Íslands vegna leiðréttingar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og lækkunar höfuðstóls með skattleysi séreignarsparnaðar, samkvæmt lögum nr. 35/2014.

Uppfært: Fundinum er nú lokið en finna má glærurnar sem kynntar voru og frekari fréttir af málinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Twitter logar vegna leiðréttingarinnar

"Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.