Innlent

Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Farið verður hraðar í að borga inn á verðtryggðar fasteignaskuldir einstaklinga en áður var gert ráð fyrir.
Farið verður hraðar í að borga inn á verðtryggðar fasteignaskuldir einstaklinga en áður var gert ráð fyrir. Vísir
Fara á hraðar í að klára skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar en áður var lagt upp með. Er það gert vegna betri stöðu ríkisfjármála en útlit var fyrir þegar verkefnið fór af stað. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á kynningarfundi fyrir skuldaaðgerðir stjórnvalda í Hörpu í dag.

Tillaga verður lögð fram um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi til að hægt verði að auka við fjárútlát vegna aðgerðarinnar. „Við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðina með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni um ástæður þess að ráðist verður hraðar í niðurfærsluna en ætlunin var.

Bjarni sagði að með því að fara hraðar í niðurfærsluna spari ríkissjóður milljarða króna í vaxtakostnað. Alls er reiknað með að beinar niðurfærslur fasteignaveðlána kosti ríkissjóð 80 milljarða.

Í kynningu á aðgerðunum í Hörpu kom fram að 40 milljarðar króna verði greiddar úr ríkissjóði inn á leiðréttingarhluta lánanna í ár og að 20 milljarðar bætist við á næsta ári. Aðgerðirnar verði því fullframkvæmdar árið 2016.


Tengdar fréttir

Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×