„Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 10:53 Mótmælin síðasta mánudag. „Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
„Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira