Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 12:37 „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ vísir/stefán Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent