Erlent

Brugðust ekki við þegar maður ógnaði konu í lyftu

Atli Ísleifsson skrifar
Sumir báðu um að fá að fara út úr lyftunni áður en maðurinn héldi ofbeldinu áfram.
Sumir báðu um að fá að fara út úr lyftunni áður en maðurinn héldi ofbeldinu áfram. Mynd/Skjáskot
Einungis ein kona brást við þegar maður hafði í hótunum við kærustu sína í lyftu í Svíþjóð, ýtti við henni, hótaði henni frekari líkamsmeiðingum og lífláti.

Þetta er niðurstaða félagslegrar tilraunar hópsins Stockholm Panda sem birti myndband á heimasíðu sinni í gær.

Einungis einn af 53 sem voru ein með „kærustuparinu“ í lyftu brást við og hótaði að kalla til lögreglu ef maðurinn myndi snerta konuna aftur. Aðrir sneru sér við, skiptu sér ekkert af og gengu einfaldlega út úr lyftunni.

Sjá má tilraunina í myndskeiðinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×