Erlent

Hvöttu Hammond ítrekað til að endurgreiða féð

Atli Ísleifsson skrifar
Aleqa Hammond, fyrrverandi formann landsstjórnarinnar.
Aleqa Hammond, fyrrverandi formann landsstjórnarinnar. Vísir/Valli
Háttsettir embættismenn á Grænlandi reyndu ítrekað að fá Alequ Hammond, fyrrverandi formann landsstjórnarinnar, til að endurgreiða útistandandi skuldir sínar við hið opinbera.

Þetta kemur fram í skýrslum þeirra um málið en Hammond sagði af sér embætti í byrjun október eftir að fram kom að hún hefði eytt rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna af opinberu fé til einkanota. Hammond lét greiða reikninga fyrir heimsóknir á veitingastaði og hótelgistingu fyrir sig og fjölskyldu sína með fé úr opinberum sjóðum.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að í skýrslum þriggja háttsettra embættismanna komi fram að þeir hafi þegar í janúar varað Hammond við að greiða einkareikninga með fé úr opinberum sjóðum.

„Á tímabilinu janúar til september 2014 greindi ég henni ítrekað frá því að það væri óásættanlegt að eftir stæðu upphæðir af þeim toga sem falla undir einkaneyslu,“ sagði Lars Dencker, yfirmaður í grænlenska efnahagsmálaráðinu. Málið var mikið í umræðunni á Grænlandi í september og lauk með afsagnar Hammond.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×