Erlent

Andstæður hittust í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Tæplega tveggja metra munur er á hæð þeirra.
Tæplega tveggja metra munur er á hæð þeirra. Vísir/AFP
Heimsins stærsti maður og heims minnsti maður hittust í London í dag vegna hundraðasta „Guinness World Record day“ sem haldinn er á hverju ári. Fjöldi fólks kom saman frá öllum hornum heimsins til að reyna að slá og setja hin ótrúlegustu heimsmet.

Sultan Kosen er 31 árs og frá Tyrklandi og er 251 sentímetrar á hæð. Chandra Bahadur Dangi er 74 ára gamall og frá Nepal og hann er 55 sentímetrar á hæð. Kosen er bóndi og Dangi vinnur við að framleiða diskamottur og höfuðklúta.

„Ég var mjög ánægður með að hitta hæsta mann í heimi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Dangi. „Ég var forvitinn á að mæta algerri andstæðu minni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×