Erlent

Vara við átökum í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðskilnaðarsinnar standa vörð nærri Donetsk.
Aðskilnaðarsinnar standa vörð nærri Donetsk. Vísir/AFP
Yfirvöld í Moskvu og Kænugarði skiptust í dag á ásökunum um brot á vopnahléi sem er í gildi í Austur-Úkraínu. Rússar vöruðu Úkraínu við því að ef til allsherjar átaka kæmi aftur á svæðinu, hefði það skelfilegar afleiðingar fyrir Úkraínu.

Stjórnvöld Úkraínu segja rússneska hermenn hafa streymt yfir landamæri ríkjanna síðustu daga og að til standi að hjálpa aðskilnaðarsinnum við að hefja nýja sókn. Rússar þvertaka fyrir það og segja að vopnahléið, sem samþykkt var í Hvíta Rússlandi í byrjun september, vera réttu leiðina til að ná langvarandi friði á svæðinu.

Öryggis og samvinnustofnun Evrópu hefur vaktað landamæri ríkjanna og fylgst með því að vopnahléinu sé fylgt. Starfsmenn stofnunarinnar hafa tilkynnt um ferðir óeinkennisklæddra hermanna og skriðdreka fyrir landamærin frá Rússlandi í vikunni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Blaðamaður Reuters sá um 50 faratæki, sum vopnuð eldflaugum og sprengivörpum, keyra að borginni Donetsk, höfuðvígi aðskilnaðarsinna, á þriðjudaginn.

Yfirvöld í Kænugarði segja þessar upplýsingar staðfesta ásakanir sínar og hafa þeir hert varnirnar við austurhluta landins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×