Erlent

Leit hætt að tígrisdýrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er ljóst hvaðan tígrisdýrið hefur sloppið.
Ekki er ljóst hvaðan tígrisdýrið hefur sloppið. Vísir/Getty
Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og sérþjálfaður leitarhundur leituðu í allan dag að tígrisdýri sem talið er að gangi laust í bænum Monteavrain í Frakklandi. Bærinn er austur af höfuðborginni, París. Dýrið er ófundið og var leit hætt í kvöld þegar tók að skyggja. Áfram verður leitað að tígrisdýrinu á morgun.

Í frétt BBC kemur fram að íbúum í Monteavrain og tveimur öðrum bæjum hafi verið ráðlagt að halda sig innan dyra. Börnum var haldið inni við í skólum í dag.

Ekki er ljóst hvaðan dýrið kemur en stór kattargarður er nálægt Montevrain. Kona sá dýrið í morgun á bílastæði við matvöruverslun í bænum og tilkynnti um það til lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×