Erlent

Fyrsti McDonald's-staðurinn í Köben lokar

Atli Ísleifsson skrifar
Um næstu mánaðarmót verða eftir 87 veitingastaðir McDonald's í Danmörku.
Um næstu mánaðarmót verða eftir 87 veitingastaðir McDonald's í Danmörku. Vísir/Getty
Skyndibitastaður McDonald's sem fyrstur opnaði í Kaupmannahöfn verður lokað innan skamms.

Staðurinn er á Vesterbrogade, nærri Tívolí, og opnaði árið 1981. Ástæða lokunarinnar er sú að staðurinn og húsnæðið stenst ekki lengur kröfur skyndibitakeðjunnar.

Í frétt Ekstrabladet segir að einnig standi til að loka McDonald‘s-staðnum á Amagerbrogade. Þá segir að starfsmönnum verði boðin vinna á öðrum skyndibitastöðum keðjunnar.

Stöðunum á Vesterbrogade og Amagerbrogade verður lokað um næstu mánaðarmót en þá verða eftir 87 McDonald´s-staðir í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×