Erlent

Vísindamaður biðst afsökunar á umdeildri skyrtu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Skyrtan var skreytt myndum af léttklæddum konum.
Skyrtan var skreytt myndum af léttklæddum konum.
Breskur vísindamaður sem gegnir lykilhlutverki í teyminu sem lenti geimfari á halastjörnu í vikunni brotnaði niður á opnum fundi þar sem hann baðst afsökunar á skyrtunni sem hann var í daginn sem afrekið mikla náðist.



Vísindamaðurinn, sem heitir Matt Taylor, hefur verið harðlega gagnrýndir fyrir fatavalið en skyrtan var skreytt teiknuðum myndum af fáklæddum konum. Twitter hefur logað síðan viðtöl við Taylor voru birt þar sem teikningarnar á skyrtunni sáust greinilega.



„Skyrtan sem ég var í í vikunni… Ég gerði stór mistök og ég hef móðgað marga og ég er miður mín vegna þess,” sagði Taylor á fundinum sem sjónvarpað var á netið í gegnum Google Hangouts.



Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Taylor ákvað að klæðast skyrtunni daginn sem í ljós kæmi hvort tíu ára verkefni um að lenda geimfari á halastjörnunni tækist. Hann gaf engar skýringar á fundinum þegar hann baðst afsökunar.

Hægt er að sjá myndband af fundinum þar sem Taylor baðst afsökunar hér fyrir neðan:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×