Erlent

Cameron krefur Putín um svör

vísir/getty
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands segist ætla krefja Vladimir Putín, forseta Rússlands svara við því, hvers vegna Rússum virðist ómögulegt að virða vopnahléið í Úkraínu.

Leiðtogarnir eru báðir staddir í Brisbane í Ástralíu þar sem fundur G-20 ríkjanna hófst í morgun.

Cameron sagði við blaðamenn í gær að hann hygðist gera Pútín grein fyrir því að ef hann léti ekki af hernaðarbrölti sínu í og við Úkraínu, myndi það þýða hertar refsiaðgerðir og myndi líklega breyta sambandi Rússlands og annarra Evrópuríkja til frambúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×