Fótbolti

Læknir landsliðsins segir sjúkraþjálfarana vinna kraftaverk

Björn Sigurðsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifa

Gauti Laxdal fer fyrir fjögurra manna sjúkrateymi íslenska knattspyrnulandsliðsins sem mætir Tékklandi annað kvöld hér í Plzen.

Fyrr í vikunni mættu strákarnir Belgíu í vináttulandsleik í Brussel en alls telur hópurinn 24 leikmenn. Það er því í mörg horn að líta fyrir Gauta og hans menn, þó svo að allir séu sagðir heilir heilsu.

„Leikmenn koma í misjöfnu ástandi til okkar og við þurfum að kíkja á hvern leikmann sem kvartar,“ sagði Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það tekur svo alltaf á að spila erfiðan leik eins og við gerðum í Belgíu en heilt yfir hefur þetta gengið ótrúlega vel. Leikmennirnir eru í mjög góð standi enda vill enginn missa af leiknum á morgun.“

Gauti lofaði starf sjúkraþjálfaranna Stefáns Stefánssonar, Friðriks Ellerts Jónssonar og Rúnars Pálmarssonar. „Þeir eru algjörlega ómissandi í þessum verkefnum sem við erum að taka þátt í. Þeir vinna kraftaverk. Við læknarnir erum bara öryggisventill ef eitthvað alvarlegt myndi gerast.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.