Erlent

Pútín fékk kaldar viðtökur á leiðtogafundi

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. vísir/ap
Vladimir Pútín, forseti Rússlands fékk kaldar viðtökur á leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hófst í Brisbane í Ástralíu í morgun. Forsætisráðherra sagði við Pútín í þann mund sem hann tók í hönd hans að Rússar ættu að koma sér út úr Úkraínu. Barack Obama var einnig harðorður í garð Rússa í ræðu sem hann flutti í morgun. Þar sagði hann ofbeldisfulla hegðun Rússa ógn við heimsbyggðina.

David Cameron, forsætisráðherra Breta fundaði með Pútín í morgun þar sem hann gerði honum grein fyrir því að ef ekki yrði stefnubreyting hjá Rússum varðandi Úkraínu myndi það leiða af sér hertar refsiaðgerðir og um leið breyta sambandi annarra Evrópuríkja við Rússland til frambúðar. Ráðstefnunni lýkur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×