Erlent

2.200 flóttamönnum bjargað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Rúmlega tvö þúsund flóttamönnum frá Afríku og Miðausturlöndum hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi síðastliðna tvo sólarhringa. Flóttamennirnir voru flestir á leið frá Norður-Afríku til stranda Sikileyjar. 

Ítalski sjóherinn flutti í dag 860 flóttamenn til Sikileyjar. Aðallega voru það fjölskyldur sem höfðu lagt í afar hættulega ferð yfir Miðjarðarhaf til að flýja borgarastríðið í heimalandi þeirra. Börn voru í miklum meirihluta en sjaldgæft er að fólk hætti börnum sínum í ferðir sem þessar. 

Ítalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári. Um síðustu mánaðarmót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×