Fótbolti

Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson var ekki á skotskónum í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson var ekki á skotskónum í kvöld. vísir/daníel
Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í fótbolta í kvöld þegar liðið lá í valnum gegn sterku liði Tékka á útivelil, 2-1.

Ísland komst yfir með marki Ragnars Sigurðssonar en það var fyrsta mark miðvarðarins í 42. landsleik hans.

Í uppbótartíma í fyrri hálfleik jöfnuðu Tékkar metin en þar var að verki Pavel Kaderábek með skalla eftir aukaspyrnu.

Íslendingar voru sjálfum sér verstir í seinni hálfleik, en það var Jón Daði Böðvarsson sem skoraði sigurmark Tékka þegar boltinn fór af honum eftir fyrirgjöf og í íslenska markið. Mikil óheppni.

Mörkin þrjú má sjá í myndböndunum hér að neðan.

Ragnar Sigurðsson kemur Íslandi í 1-0: Pavel Kaderábek jafnar í 1-1: Slysalegt sjálfsmark Jóns Daða 2-1:

Tengdar fréttir

Landsmenn á nálum yfir leiknum

Íslendingar eru límdir við sjónvarps- og tölvuskjána í kvöld enda stórleikur í Tékklandi. Karlalandslið Íslands mætir heimamönnum í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×