Erlent

Eggjum kastað í Tékklandsforseta

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur veifuðu rauðum spjöldum og sumir köstuðu eggjum í átt að forsetanum Milos Zeman.
Mótmælendur veifuðu rauðum spjöldum og sumir köstuðu eggjum í átt að forsetanum Milos Zeman. Vísir/AFP
Þúsundir manna komu saman til að mótmæla gegn Milos Zeman Tékklandsforseta á 25 ára afmæli Flauelsbyltingarinnar. Margir eru óánægðir með framgöngu forsetans síðustu misserin og segja hann of hliðhollan Rússlandsstjórn.

Mótmælendur veifuðu rauðum spjöldum og sumir köstuðu eggjum í átt að forsetanum, en í frétt BBC kemur fram að eitt eggið hafi hæft Joachim Gauck, forseta Þýskalands, sem stóð nærri Zeman.

Flauelsbyltingin hófst þann 17. nóvember 1989 þegar lögregla réðst á hóp stúdenta sem mótmæltu stefnu stjórnvalda, en byltingin leiddi til loka kommúnistastjórnar í Tékkóslóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×