Erlent

Meyjarhaft umsækjenda lögreglunnar skoðað

Samúel Karl Ólason skrifar
Allar lögreglukonur í Indónesíu þurfa að ganga í gegnum „tveggja fingra“ prófið.
Allar lögreglukonur í Indónesíu þurfa að ganga í gegnum „tveggja fingra“ prófið. Vísir/AFP
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt yfirvöld í Indónesíu vegna prófs sem kvenkyns umsækjendur til lögreglustarfa þurfa að ganga í gegnum. Fara þau fram á prófum þessum verði hætt.

Konur sem HRW ræddu við segja prófið vera sársaukafullt og niðrandi.

Í skýrslu sem birt var í dag og byggir á viðtölum við lögreglukonur og umsækjendur í sex borgum í Indónesíu, kemur fram að konur hafi þurfi að ganga í gegnum svokallað „tveggja fingra“ próf. Þar sem meyjarhaftið er kannað.

Allar konu sem sækja um fara í gegnum svona próf en dæmi eru um að konur sem hafi ekki staðist það, hafi orðið lögregluþjónar. Þrátt fyrir það er prófið skráð sem skilyrði umsókna á heimasíðu lögreglunnar.

AP fréttaveitan segir talsmann lögreglunnar biðla til fólks að bregðast ekki neikvætt við þessum prófum. Þau séu til þess að ganga úr skugga um að umsækjendur væru ekki með kynsjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×