Erlent

Selir þröngva mörgæsum til samræðis

Samúel Karl Ólason skrifar
Í flestum tilfellum slepptu selirnir mörgæsunum eftir tilraunir sínar, en í eitt skipti drap selurinn mörgæsina og át hana.
Í flestum tilfellum slepptu selirnir mörgæsunum eftir tilraunir sínar, en í eitt skipti drap selurinn mörgæsina og át hana. Vísir/Getty
Vísindamenn við rannsóknir á eyju nærri Suðurskautinu urðu vitni að fjórum atvikum þar sem selir reyndu að þröngva mörgæsum til samræðis. Nokkur atvik náðust á myndband. Fyrst urðu þeir þó vitni að slíku athæfi sels árið 2006.

Þá héldu vísindamennirnir að um einstakt tilvik væri að ræða. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar birtu vísindamennirnir nýverið í tímaritinu Polar Biology.

Í öll fjögur skiptin eltu selirnir mörgæsir, fönguðu þær og reyndu að hafa mök við þær í allt að fimm mínútur. Í flestum tilfellum slepptu selirnir mörgæsunum eftir tilraunir sínar, en í eitt skipti drap selurinn mörgæsina og át hana.

Samkvæmt BBC telur Nico de Bruyn, einn vísindamannanna, að þessum atvikum fari fjölgandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×