Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Sveinn Arnarsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 18. nóvember 2014 21:58 Í bókuninni segir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir áhyggjum af framtíð flugvallarins. Vísir/Pjetur/Loftmyndir Bókun um málefni Reykjavíkurflugvallar var samþykkt með átta atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í kvöld eftir miklar umræður. Í bókuninni segir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir áhyggjum af framtíð flugvallarins. „Við höfum áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast hjá Reykjavíkurborg og viljum ekki að neinar óafturkræfar framkvæmdir hefjist á svæði Reykjavíkurflugvallar fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum, segir Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar. „Það er gríðarlegt hagsmunamál hér hjá okkur á Akureyri á Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað eða að fundinn verði annar kostur, sem allir geta verið sáttir við.“ Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins; þau Logi Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir úr Samfylkingunni og Margrét Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu bókunarinnar. Með bókuninni skorar bæjarstjórn Akureyrar á Reykjavíkurborg að endurskoða það að leyfa byggingar á Hlíðarendasvæðinu með það að markmiðið að tryggt sé að byggðin og neyðarbrautin svokallaða eigi samleið. Þá er flugvöllurinn jafnframt sagður lífsnauðsynleg tenging landsbyggðanna við höfuðborgina og að borgarstjórn Reykjavíkur verði að viðurkenna víðtækt hlutverk borgarinnar. Tengdar fréttir Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Efast um að meirihluti þingmanna styðji málið Halldór Halldórsson efast um að meirihluti þingmanna styðji frumvarp þessa efnis að færa skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir innanríkisráðherra og Alþingi. 7. nóvember 2014 21:52 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Bókun um málefni Reykjavíkurflugvallar var samþykkt með átta atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í kvöld eftir miklar umræður. Í bókuninni segir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir áhyggjum af framtíð flugvallarins. „Við höfum áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast hjá Reykjavíkurborg og viljum ekki að neinar óafturkræfar framkvæmdir hefjist á svæði Reykjavíkurflugvallar fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum, segir Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar. „Það er gríðarlegt hagsmunamál hér hjá okkur á Akureyri á Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað eða að fundinn verði annar kostur, sem allir geta verið sáttir við.“ Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins; þau Logi Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir úr Samfylkingunni og Margrét Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu bókunarinnar. Með bókuninni skorar bæjarstjórn Akureyrar á Reykjavíkurborg að endurskoða það að leyfa byggingar á Hlíðarendasvæðinu með það að markmiðið að tryggt sé að byggðin og neyðarbrautin svokallaða eigi samleið. Þá er flugvöllurinn jafnframt sagður lífsnauðsynleg tenging landsbyggðanna við höfuðborgina og að borgarstjórn Reykjavíkur verði að viðurkenna víðtækt hlutverk borgarinnar.
Tengdar fréttir Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Efast um að meirihluti þingmanna styðji málið Halldór Halldórsson efast um að meirihluti þingmanna styðji frumvarp þessa efnis að færa skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir innanríkisráðherra og Alþingi. 7. nóvember 2014 21:52 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44
Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00
Efast um að meirihluti þingmanna styðji málið Halldór Halldórsson efast um að meirihluti þingmanna styðji frumvarp þessa efnis að færa skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir innanríkisráðherra og Alþingi. 7. nóvember 2014 21:52
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00
Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46