Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2014 12:46 Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda, segir borgarstjóri en Höskuldur Þórhallsson vill málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira