Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2014 12:46 Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda, segir borgarstjóri en Höskuldur Þórhallsson vill málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira