Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2014 12:46 Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda, segir borgarstjóri en Höskuldur Þórhallsson vill málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“ Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“
Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira