Innlent

Umboðsmaður fékk nýja ábendingu vegna lekamálsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis hefur frestað birtingu niðurstöðu athugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að umboðsmanni barst í vikunni ábending um tiltekið atriði í tengslum við athugun sína. Nú er unnið að því að kanna ábendinguna.

Umboðsmaður tekur fram á heimasíðu sinni að ábendingin tengist ekki samskiptum Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum og nú lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður staðfesti í gær að hún hefði rætt við Gísla Frey um málefni Tony Omos daginn sem upplýsingar tengdum Omos urðu að umfjöllunarefni fjölmiðla. Gísli neitaði fyrst að hafa rætt við lögreglustjóra en staðfesti svo frásögn Sigríðar síðdegis í gær. Gísli hefur viðurkennt að hafa lekið upplýsingunum og var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í síðustu viku af þeim sökum.

Umboðsmaður segir af fyrrgreindum ástæðum ekki unnt að birta niðurstöðu athugunar sinnar í vikunni en vonast til þess að athugun á ábendingunni ljúki á næstu dögum. Þá stefnir hann á að birta niðurstöðuna í næstu viku.


Tengdar fréttir

Grafarþögn í ráðuneytinu

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins vilja ekkert tjá sig við blaðamenn um afstöðu sína, og svo virðist sem þeim hafi verið gert að þegja.

Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt

Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.