Erlent

Ungfrú Hondúras fannst látin

Samúel Karl Ólason skrifar
María José Alvarado Muñoz var 19 ára gömul.
María José Alvarado Muñoz var 19 ára gömul. Vísir/AFP
Lögreglan í Hondúras hefur fundið lík Mariu José Alvarado Munoz, ungfrú Hondúras, og systur hennar. Þær höfðu verið týndar frá því á fimmtudaginn. María hefði átt að vera mætt til London þar sem keppnin Ungfrú heimur fer fram. Hún hefði átt að fljúga til London á sunnudaginn.

Síðast sáust þær systurnar Maria og Sofia fyrir helgi þar sem þær stigu upp í bíl, á leiðinni heim úr samkvæmi. Tveir menn hafa verið handteknir samkvæmt frétt á vef Sky News. Annar þeirra var kærasti Sófíu. Sá er nú grunaður um mannrán en lögreglan lagði hald á skammbyssu og tvo bíla við rannsókn málsins.

Glæpatíðni í Hondúras er gífurlega há en samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í apríl eru rúmlega níutíu morð framin á ári fyrir hverja hundrað þúsund íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×