Erlent

Ellefu börn létust í bílslysi í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Skólabíllinn kramdist og fylltist af sandi í árekstrinum.
Skólabíllinn kramdist og fylltist af sandi í árekstrinum. Mynd/Weibo
Ellefu börn létust og þrjú slösuðust þegar bíll sem notaður er til að keyra börn í leikskóla lenti í árekstri við vörubíl sem flutti sand. Skólabíllinn kramdist í árekstrinum og bílstjórinn lést einnig.

Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í Kína sýna hvernig skólabíllin fylltist af sandi í árekstrinum. Þá segir í frétt á vef Sky News að talið sé að fleiri börn hafi verið í bílnum en leyfilegt sé. Fimmtán einstaklingar voru í bílnum sem á ekki að rúma fleiri en átta.

Bílstjóri vörubílsins var yfirheyrður af lögreglu vegna árekstursins, sem og skólastjóri leikskólans og eigandi bílsins samkvæmt Shanghai Daily.

Þrjú börn og bílstjórinn létust samstundis, en átta börn létust á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×