Erlent

Alvarlega slasaður eftir árás nashyrnings

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fimm nashyrningar búa í garðinum þar sem atvikið átti sér stað.
Fimm nashyrningar búa í garðinum þar sem atvikið átti sér stað. Vísir/Getty
Starfsmaður dýragarðs í Bedfordshire á Englandi er alvarlega slasaður eftir að nashyrningur réðst á hann. Maðurinn var fluttur á spítala en samstarfsmenn hans fundu hann þar sem hann lá í vatni inn í garðinum.

Maðurinn er meiddur á bringu, kvið og mjaðmagrind. Samkvæmt frétt BBC eru meiðsli mannsins alvarleg en ástand hans þó stöðugt.

Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega gerðist en talsmaður dýragarðsins segir að rannsókn sé hafin á því. Fimm nashyrningar búa í dýragarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×