Innlent

Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn segist ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt.
Maðurinn segist ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt.
Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi mannsins fór fram á að þinghald yrði lokað og að gætt yrði nafnleyndar umbjóðanda síns. Maðurinn fer fram á að ummæli RÚV verði dæmd ómerk og krefst samtals tveggja milljón króna frá þeim stefndu. Malín og Óðinn krefjast bæði sýknunar. 

Slökkviliðsmaðurinn missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2012. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem hann var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var í kjölfarið rekinn úr starfi.

Maðurinn segist ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt.

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í kjölfar brota hans. Lögmaður mannsins sagði í samtali við Vísi í júní síðastliðnum að dómurinn gæfi vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan þá hafi hann haft flekklausan feril.

Aðalmeðferð í málinu fer fram 17. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×