Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:16 Maðurinn segist ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi mannsins fór fram á að þinghald yrði lokað og að gætt yrði nafnleyndar umbjóðanda síns. Maðurinn fer fram á að ummæli RÚV verði dæmd ómerk og krefst samtals tveggja milljón króna frá þeim stefndu. Malín og Óðinn krefjast bæði sýknunar. Slökkviliðsmaðurinn missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2012. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem hann var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var í kjölfarið rekinn úr starfi. Maðurinn segist ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í kjölfar brota hans. Lögmaður mannsins sagði í samtali við Vísi í júní síðastliðnum að dómurinn gæfi vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan þá hafi hann haft flekklausan feril. Aðalmeðferð í málinu fer fram 17. nóvember næstkomandi. Tengdar fréttir Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi mannsins fór fram á að þinghald yrði lokað og að gætt yrði nafnleyndar umbjóðanda síns. Maðurinn fer fram á að ummæli RÚV verði dæmd ómerk og krefst samtals tveggja milljón króna frá þeim stefndu. Malín og Óðinn krefjast bæði sýknunar. Slökkviliðsmaðurinn missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2012. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem hann var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var í kjölfarið rekinn úr starfi. Maðurinn segist ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í kjölfar brota hans. Lögmaður mannsins sagði í samtali við Vísi í júní síðastliðnum að dómurinn gæfi vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan þá hafi hann haft flekklausan feril. Aðalmeðferð í málinu fer fram 17. nóvember næstkomandi.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30