Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:30 Meiðyrðamál gegn Malín Brand og Óðni Jónssyni var höfðað í mars. Fyrsta fyrirtaka í málinu var í gær. Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira