Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:30 Meiðyrðamál gegn Malín Brand og Óðni Jónssyni var höfðað í mars. Fyrsta fyrirtaka í málinu var í gær. Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira