Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:30 Meiðyrðamál gegn Malín Brand og Óðni Jónssyni var höfðað í mars. Fyrsta fyrirtaka í málinu var í gær. Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira